andrastadir
Andrastaðir er heimili fyrir karlmenn með fjölgreiningar sem glíma við fjölþættan vanda, oft með geðröskun, fíkniefnavanda, þroskaskerðingar, einhverfu og skyldar raskanir og eiga í erfiðleikum með að fóta sig í samfélaginu.  
 
Á Andrastöðum er skapað umhverfi og aðstæður þar sem hægt er að vinna með einstaklinginn út frá hans eigin forsendum og einblína á kosti hans, möguleika, áhugamál og framtíð. Andrastaðir eru á Kjalarnesi.